Tenglar

4. apríl 2015 |

Verðlaunahrúturinn Steri frá Árbæ

Steri frá Árbæ / rml.is.
Steri frá Árbæ / rml.is.

Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar fyrir rúmri viku voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Saumur frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri frá Árbæ í Reykhólasveit sem mesti alhliða kynbótahrúturinn.

 

Þetta kemur fram á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

 

Þar segir einnig meðal annars um Stera frá Árbæ: 

  • Mesti alhliða kynbótahrútur stöðvanna 2015 er að þessu sinni kollóttur hrútur, hvítur að lit, sem fæddur er í Reykhólasveitinni. Hrúturinn heitir Steri 07-855 og kemur úr ræktun Þórðar Jónssonar bónda í Árbæ. Þórður seldi Stera, lambið, norður að Bæ í Árneshreppi haustið 2007 og þaðan lá hans leið inn á sæðingastöðvarnar fjórum árum síðar.
  • Afkvæmi Stera eru yfirleitt breiðvaxin, þéttvaxin og þroskamikil. Kostir þeirra geta hins vegar blekkt augað því þessi lágfættu vel gerðu lömb eru oft ullarstutt og láta fyrir vikið ekki mikið yfir sér í hjörðinni en skerast fádæma vel. Fullyrða má að Steri sé einn athyglisverðasti kollótti hrúturinn sem stöðvarnar hafa átt og einn öflugasti alhliða kynbótahrúturinn sem boðinn hefur verið fram á síðustu árum. Hann hefur ekki verið í hópi mestu fituleysishrúta en stendur þar um meðallag samkvæmt kynbótamati með einkunnina 100. Kynbótamat hans fyrir frjósemi hefur verið stígandi og stendur í dag í 107 stigum.
  • Yfirburðir hans liggja í geysilega góðri gerð afkvæma og mikilli mjólkurlagni dætra. Hann stendur í 115 stigum fyrir gerð og 116 fyrir mjólkurlagni. Samkvæmt núgildandi kynbótamati er enginn stöðvahrútur, hvorki lifandi né dauður, sem nær einkunninni 115, bæði fyrir gerð og mjólkurlagni. Þungaeinkunn samkvæmt skýrslum fjárræktarfélaganna var á bilinu 127 til 131 þau ár sem Steri var á stöð.
  • Steri er hrútur sem markað hefur spor í íslenskri sauðfjárrækt og er vel að því kominn að hljóta heiðursnafnbótina „kynbótahrútur stöðvanna 2015“.

 

Meira um verðlaunahrútana hér á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

 

Sjá einnig:

11.11.2012 Ljúfur frá Árbæ, Kroppur frá Bæ

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31