Tenglar

18. maí 2011 |

Verðlaunin fyrir nafn Grettis afhent

Atli Georg Árnason frkvstj., Elínborg og Aðalbjörg Egilsdætur verðlaunasystur og Ivan Duke stjórnarformaður Þörungaverksmiðjunnar hf.
Atli Georg Árnason frkvstj., Elínborg og Aðalbjörg Egilsdætur verðlaunasystur og Ivan Duke stjórnarformaður Þörungaverksmiðjunnar hf.
Við léttan hádegisverð í gær í boði Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum í tilefni af komu nýja þang- og þaraflutningaskipsins Grettis, þar sem boðið var ótakmarkað vinum og velunnurum fyrirtækisins, var afhent viðurkenningarskjal vegna nafngiftarinnar á skipinu. Eins og áður hefur verið greint frá varð tillaga systranna Aðalbjargar og Elínborgar Egilsdætra á Mávavatni við Reykhóla fyrir vali dómnefndar.
 
Nafnið Grettir varð fyrir valinu vegna tengingar Grettis hins sterka Ásmundarsonar við Reykhóla og fræga veturvist hans þar ásamt tveimur öðrum ofstopamönnum, þeim fóstbræðrum Þorgeiri Hávarssyni og Þormóði Kolbrúnarskáldi, sem víða hefur verið fjallað um.

 

Sjá einnig:

17.05.2001  Boðið í léttan hádegisverð í Þörungaverksmiðjunni

15.05.2001  Grettir BA 39 kominn heim og leysir Karlsey af hólmi

18.03.2001  Nafnið á nýja skipið valið - Grettir skal það heita

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30