Tenglar

29. nóvember 2011 |

„Verðmiðinn á Teigsskóg 1 til 5 milljarðar“

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

„Í raun og sanni má nú segja, að með óbeinum hætti hafi verið settur eins konar verðmiði á þann umdeilda Teigsskóg í Þorskafirði. Um vegagerð á þessum slóðum hafa staðið miklar deilur og þær eru ekki til lykta leiddar. Í svari við fyrirspurn Kristjáns L. Möller á Alþingi í gær, mánudag, birti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra upplýsingar sem varpa ljósi á þann viðbótarkostnað sem hlýst af því að fara ekki þá láglendisleið sem um var rætt og kölluð hefur verið B-leiðin. Sú leið er gjarnan kennd við Teigsskóg í almennri umræðu.“

 

Þannig hefst grein sem Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður sendi vefnum til birtingar undir fyrirsögninni hér að ofan. Hann segir enn fremur:

 

„Viðbótarkostnaðurinn af því að koma í veg fyrir B-leiðina liggur á bilinu 1 til 5 milljarðar króna. Það er sá fórnarkostnaður sem ríkissjóði (skattgreiðendum) er ætlað að taka á sig með því að hafna B-leiðinni. Þessar tölur eru athyglisverðar og ástæða til þess að rekja þær hér til upplýsingar fyrir umræðuna sem mun verða á næstu mánuðum og misserum.“

 

Grein Einars Kristins má lesa í heild undir Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31