Tenglar

26. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Verðtrygging lánsfjár: Blekkingin afhjúpuð

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Því hefur verið haldið fram síðustu ár, að greiðslur af lánum myndu lækka stórlega bara ef verðtryggingin yrði afnumin og eingöngu stuðst við óverðtryggða vexti. Eftir verðbólguna sem varð 2008 með tilheyrandi hækkun skulda hefur verðtryggingin verið stóra málið. Fjölmargir hafa lagt trúnað á þessar fullyrðingar og hafa staðið í þeirri trú að að afnám verðtryggingarinnar væri það sama og umtalsverð kjarabót.

 

Þannig hefst pistill sem Kristinn H. Gunnarsson fyrrv. alþingismaður Vestfirðinga og síðar Norðvesturkjördæmis sendi vefnum undir fyrirsögninni hér að ofan. Síðar í pistlinum segir hann:

 

Það er kaldhæðni örlaganna að blekkingin skuli vera afhjúpuð af sérstökum trúnaðarmönnum forsætisráðherra sem áttu að benda á skjótlegustu leiðina til þess að afnema verðtrygginguna. Það má segja að þeir sem lengst hafa gengið í því að afla sér pólitísks fylgis með þessu lúalagi séu nú fastir í eigin blekkingarvef.

 

Formaður Verkalýðsfélags Akraness þarf öðrum fremur að gefa skýringar á málflutningi sínum. Hann var einn nefndarmanna og staðfesti í sínu séráliti að afnám verðtryggingar muni hafa neikvæð áhrif á hag heimilanna og þess vegna verði ríkið að grípa til mótvægisaðgerða. Þetta er í algerri mótsögn við greinarskrif hans á Pressan.is á síðasta ári, fyrir Alþingiskosningar, þar sem hann bar saman verðtryggt og óverðtryggt lán í Landsbanka Íslands og hélt því fram að greiða þyrfti 88 mkr. meira af verðtryggðu 22 mkr. láni til 40 ára en óverðtryggðu. Sagði hann að verðtryggðu kjörin væru slík rányrkja að jafnvel Mafían á Sikiley hefði ekki samvisku til þess að leggja þau á viðskiptavini sína. Nú segir Vilhjálmur Birgisson að það þurfi sérstakar aðgerðir til þess að bæta lántakendum upp afnám verðtryggingarinnar.

 

Pistil Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31