Tenglar

21. febrúar 2017 | Umsjón

Verður 2017 ár hinna miklu verkfalla?

Forsendur kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og ASÍ eru í hættu og verða þær metnar núna í vikunni. Svo gæti farið að samningar opnist um mánaðamótin. „Eins og staðan er í dag er forsendubresturinn augljós,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Í forsendum við gerð kjarasamningsins var rætt um laun annarra hópa, húsnæðisfrumvörp ríkisstjórnarinnar, að þau frumvörp kæmust til framkvæmda og að verðbólga héldist stöðug.“

 

Að mati Gylfa hafa laun annarra hópa, eins og alþingismanna og ráðherra, hækkað umfram það sem menn ætluðu. Þá hafi ekki verið staðið við aðgerðir í húsnæðismálum.

 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir stöðuna óljósa en málin skýrist í þessari viku. „Við bíðum niðurstöðu forsendunefndarinnar en á meðan er samningur í gildi. Úrskurður kjararáðs frá því í október er sannarlega ekki að hjálpa til enda ályktuðum við hjá SA harðlega gegn þeirri ákvörðun,“ segir Halldór Benjamín.

 

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir 2017 geta orðið annasamt ár hjá embættinu. Búið sé að klára tvo erfiða samninga á þessu ári, samninga sjómanna við útgerðina og kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Flugfélag Íslands.

 

„Samningur Læknafélagsins rennur út í apríl og í haust renna út samningar við grunnskólakennara og skurðlækna og gerðardómur BHM rennur einnig út. Þetta voru allt nokkuð erfiðar samningalotur,“ segir Bryndís. „Þó að þessi mál séu ekki komin á mitt borð er ég farin að undirbúa komu þeirra.“

 

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31