9. október 2009 |
Verður af ostagerðarnámskeiðinu á Reykhólum?
Minnt er á námskeiðið í heimavinnslu mjólkurafurða, sem ætti að freista allra verðandi snillinga í eldhúsinu. Hægt er að kaupa mjólk úti í búð og nota venjuleg heimilisáhöld í framleiðslunni og því getur hver sem er nýtt sé þessa þekkingu. Skráningarfrestur er að renna út. Enn vantar örlítið upp á lágmarks þátttakendafjölda. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.
Myndirnar tók Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir.
Sjá einnig:
Námskeið í heimaframleiðslu osta á Reykhólum?