Tenglar

31. desember 2012 |

Verður rafmagnslaust vegna olíuleysis?

Lítið er um olíu á dísilvélina í varaaflsstöð Orkubús Vestfjarða á Reykhólum. Ekki er vitað hvenær olía berst en vonast er til að bændur í héraðinu muni hlaupa undir bagga og lána olíu ef stöðin verður olíulaus, sem yrði væntanlega síðdegis á morgun. Í gær kom bíll með einhverja olíu alla leið frá Selfossi, en þá höfðu menn fengið lánaða olíu til að halda vélinni í gangi. Varaaflstöðin á Reykhólum framleiðir rafmagn fyrir Reykhólasveitina og allt inn í Geiradal.

 

Rafmagn mun nú vera komið á hvert byggt ból í Reykhólahreppi. Síðast fengu bæirnir í Gilsfirði rafmagn rétt fyrir miðnætti eftir meira en fjörutíu klukkustunda rafmagnsleysi. Það rafmagn kemur eftir línu yfir Tröllatunguheiði frá Hólmavík og þjónar jafnframt Króksfjarðarnesi.

 

Ekki er rafmagn í Kollafirði vegna bilunar á línunni yfir Gufudalsháls en þar eru nú engir bæir í byggð.

 

Vesturlína er enn biluð við Sælingsdal og óvíst hvenær hún kemst í gagnið. Í línunni í Gilsfirði var mikið um slit. Við Kamb í Reykhólasveit var Vesturlína svo sliguð af ísingu að hún var komin á kaf í fönn.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31