Tenglar

25. febrúar 2009 |

Verk er að vinna

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir

Þessir atburðir hafa breytt allri okkar hugsun. Þeir hafa afhjúpað siðferðisbresti, hugsanaleti, ákvarðanafælni og meðvirkni sem hefur gegnsýrt allt okkar stjórnkerfi; alla opinbera umræðu; allt þjóðlífið. Þeir hafa afhjúpað græðgi og misskiptingu af þeirri stærðargráðu að ekki einu sinni í okkar villtustu draumum gátum við gert okkur annað eins í hugarlund. 

            Aldrei fyrr hefur verið jafn rík þörf fyrir heiðarleika, ábyrgð og hugrekki  í íslenskum stjórnmálum. Aldrei  fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að endurheimta þau verðmæti sem við þó eigum Íslendingar - andleg og veraldleg. Og aldrei fyrr hefur verið jafn rík ástæða til þess að endurheimta þá sjálfsvirðingu sem gerir okkur kleift að vera þjóð meðal þjóða, í bandalagi og samstarfi við vinaþjóðir þangað sem við getum sótt bæði tilstyrk og fyrirmynd.

Við jafnaðarmenn eigum það sameiginlegt að vilja mannréttindi, lýðræði og sanngjarnar leikreglur. Í baráttunni sem framundan er megum við ekki missa sjónar af þeim grunngildum sem samfélag okkar byggir á. Það verður við ramman reip að draga því verkefnin eru mörg og knýjandi.

Þegar núverandi kvótakerfi var komið á voru fiskimiðin hrifsuð úr höndum sjávarbyggðanna sem í raun réttri hefðu átt að eiga náttúrulegt tilkall til þess að nýta sér fiskimiðin og lifa af þeim. Margar þeirra hafa ekki borið sitt barr síðan. Við eigum að heimta þessa auðlind til baka.

Íslenskan landbúnað þarf að frelsa undan áratugagömlu miðstýrðu framleiðslustjórnunarkerfi. Auka þarf möguleika bænda til þess að sinna sjálfstæðri matvælaframleiðslu og tengja hana ferðaþjónustu til dæmis.

Uppbygging háskólastarfs og símenntunar um land allt er mikilvægur þáttur í því að minnka aðstöðumun og auka atgerfi byggðanna, að ekki sé minnst á samgöngur og fjarskipti sem eru nauðsynlegir grunnþættir í hverri samfélagseiningu - nokkuð sem ekkert hérað getur verið án.

Stjórnmálamenn og stjórnsýslan öll verða að bera ábyrgð og standa vörð um hlutverk stofnana þannig að þær fái að sinna lögbundnu hlutverki sínu án inngripa stjórnmálaflokka eða annarra hagsmunaafla.

Sjálf finn ég sárt til þess - hafandi búið á landsbyggðinni undanfarin átta ár -hversu mjög hefur hallað á hlut norðvestursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi. Eins og öðrum íbúum svæðisins rennur mér til rifja sá aðstöðumunur sem er á milli þeirra sem búa á suðvesturhorninu og hinna sem búa úti á landi. Ráðherraræðið í okkar litla landi hefur ekki aðeins grafið undan sjálfstæði Alþingis, því völd og miðstýring ráðuneyta hafa líka grafið undan sjálfræði og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaganna. Það er því ekki nóg með að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar - gjáin er ekki grynnri milli höfuðborgar og landsbyggðar.

 

Sögulegt hlutverk Samfylkingar

Samfylkingin stendur nú á sögulegum tímamótum sem stjórnmálaflokkur. Hún stendur annars vegar frammi fyrir því að innleiða löngu tímabærar lýðræðisumbætur og siðbót í íslensku samfélagi. Hins vegar á hún þess kost að tryggja raunverulegum jafnaðarsjónarmiðum framgang við stjórnarákvarðanir á erfiðum tímum. Flokkurinn stendur með öðrum orðum frammi fyrir því að endurreisa íslenskt samfélag á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Það er nú sem reynir raunverulega á.

Þau grunngildi sem hafa verið viðmið Íslendinga í gegnum tíðina hafa nú beðið alvarlega hnekki. Það er því ekki lítið starf fyrir höndum. Og það er núna sem reynir á íslenska jafnaðarmenn.

 

--------------------------

Höfundur er jafnaðarmaður, býður sig fram í 1. eða 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi og heldur úti bloggsíðunni www.olinathorv.blog.is

Athugasemdir

geiri mar, laugardagur 28 febrar kl: 10:47

Á sögulegum tímamótum segir "sunnan" að sunnan...hver eru þessi sögulegu tímamót? Eru það stjórntök ykkar krata að eyða byggðum...setja og fylgja eftir ná-lögum um kvótakerfið....hreyfa ekki hönd í fyrverandi ríkistjórnar samstarfi um hversu óréttlætið hefur verið ? Nei ekki benda á mig....ég er hérna að æva potta-kórinn....ekki heyrist stuna eða hóst frá ykkur nýj-aldar-krötum... hvað varðar þessa hundingja sem eru innan ikkar raða ásamt bandingjum sem eru í fyrverandi samstarfsflokki...landráðsmanna og glæpamanna sem ættu að vera komnir undir lás og slá! Nú skal bara slá menn og málefni ykkar Krata til vegs og virðinga...hvað hafið þið verið að gera undanfarin ár? jú prjóna peysur til að klæðast fyrir fullri aðild að ESB...þú Ólína talar um rán frá byggðum landsins á veiðiheimildum úr sjó...hvernig samræmist það flokks-hugsunarhætti þíns flokks? Nei það er ekkert mál...bara vera bljúgur og líginn í kosningar hamnum og svo þarf ekkert að standa við neitt eftir kosningar....Fólk hér á Vestfjörðum eru ekki neinir vittleysingar ef þú heldur það...hér hefur og eru íbúar að þreygja þorran og góuna á hverju ári fyrir það eitt að hafa ekki mannsæmandi samgöngur...hverjir stjóra því ástandi? Jú þessir svokölluðu fulltrúar almúgans sem eru kosnir af líðnum til að fara með velferð borgaranna...Hvað hafið þið Jafnaðarmenn gert og ort ykkur til vegs-frama? akkurat ekki neitt!!!! gengið til liðs við minnihluta stjórn...Framsóknar og Vinstri Græna.....Hvað eru svo þessar heybrækur að gera? jú undirbúa prófkjör ....málefni þeirra sem líða fyrir ykkar stjórntök í fyrrverandi ríkistjórn skipta sko ekki máli....bara að koma sínum tildurdúfum á stall...hengja þar haus fyrir allt og öllum!!!! Ætla eð kenna þér eina góða vísu sem þú skalt hafa í huga þegar þú ert að ljúga fyrir þinn flokk!!

Lítið fjörlegt hér liggur hold/í líginar vefund ferskri mold/en sálinn er miklu minni/til sankti-péturs með falsið fór/flutt var þar ræða efra stór/en pési var súr og sagði/hér ferðu ekki inn í himininn/hirði þig sjálfur böðullinn/verði ósk mín á augabragdi/
Þú skallt sannfæra Vestfirðinga um að þinn flokkur hafi ekki rekið augað í reka á fjörum eða einhvern stundargróða .....best væri að grafa vestfjarða kjálkan frá meginlandinu og lýsa yfir sjálfstæði....senda úrtölu-haughænsnin til síns heima þar sem þau gætu lifaðvið sitt miðbæjar kaffi-skvaldur! á íslensku: "umræðu stjórnmál"

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31