Verkalok í Mjólkurbúinu á Reykhólum - myndir
Mjólkurbúið, sem líka var stundum kallað Mjólkurvellir, var byggt upp úr 1960 eða fyrir um hálfri öld. Þar var þó aldrei mjólkurstöð eins og ráðgert var. Ástæðan mun hafa verið sú, að á sama tíma var byggð mjólkurstöð í Búðardal og óráðlegt þótti að reka tvær stöðvar á svo litlu svæði.
Um langan aldur var í öðrum helmingi hússins félagsheimili Reykhólasveitar. Fyrir um áratug var sett þar upp Hlunnindasýningin á Reykhólum og settur veggur fyrir leiksviðið en salurinn var þó oft notaður fyrir ýmsar samkomur og allt fram til þess síðasta.
Undanfarin ár hefur Bátasafn Breiðafjarðar verið með aðstöðu í hinum helmingi hússins og þar hafa áhugamenn starfað að viðgerðum á gömlum og merkum bátum auk þess að smíða nákvæma eftirmynd Staðarskektunnar svokölluðu.
Upplýsingamiðstöð ferðafólks verður í anddyrinu eins og mörg undanfarin ár. Þar mun Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps veita ferðafólki upplýsingar og jafnframt leiða gesti um hið nýja safn.
Harpa Eiríksdóttir, rijudagur 31 ma kl: 21:02
Hlakka til að sjá sem flesta. Þetta á eftir að verða bráðskemmtilegt sumar.