Tenglar

12. júlí 2016 |

Verkefnið Plastpokalausir Vestfirðir

Núna fram til 15. júlí er Fjórðungssamband Vestfirðinga að senda fjölnota burðarpoka á hvert heimili á Vestfjörðum, alls hátt á þriðja þúsund poka. Þeir eru heldur stærri en venjulegir innkaupapokar (plastpokar) í búðum og miklu sterkari, enda úr allt öðru efni. Síðustu árin hefur Fjórðungssambandið unnið að því í samvinnu við aðildarfélög sín, sveitarfélögin níu á Vestfjörðum, að fá starf þeirra umhverfisvottað. Ákveðið var að fara jafnframt í hliðarverkefnið Plastpokalausir Vestfirðir, sem gengur út á það að þessi landshluti verði að mestu burðarplastpokalaus á næsta ári.

 

Verkefnið hlaut 800 þúsund króna styrk frá Umhverfis -og auðlindaráðuneytinu og hafa peningarnir verið nýttir til að kaupa poka, hanna merki á þá og borga sendingarkostnaðinn.

 

Fjórðungssambandið hvetur fólk á Vestfjörðum til að taka þátt í verkefninu Plastpokalausir Vestfirðir og huga að því hvort ekki sé hægt að finna aðrar lausnir en plastpoka, til dæmis þegar farið er að versla.

 

Áætlað er að um tíu milljónir tonna af plasti lendi í sjónum árlega, eða hátt í kíló á hvert mannsbarn í heiminum. Plastrusl af öllu tagi sem velkist í sjónum er talið skipta mörgum milljörðum og skaðinn af því mjög langvarandi. Plastið er mjög lengi að brotna niður og lendir að hluta í fæðukeðjunni í sjónum, einkum litlar agnir sem setjast þar loks í hold fiska og hvala og berast síðan á matardiska fólks og ofan í fólk með því sem matreitt er úr því sem veitt er.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31