Tenglar

15. janúar 2009 |

Verklokum í Arnkötludal ekki frestað

Frá vegaframkvæmdum snemma vors á liðnu ári. Myndir: Fjóla Ben.
Frá vegaframkvæmdum snemma vors á liðnu ári. Myndir: Fjóla Ben.
1 af 4

Áætluðum verklokum við gerð nýs vegar um Arnkötludal hefur ekki verið seinkað þrátt fyrir að framlög til nýframkvæmda í vegagerð lækki um u.þ.b. fimm milljarða króna frá því sem fyrirhugað var á fjárlögum á liðnu hausti. „Verkið mjakast áfram og það verða engar breytingar á því fyrir utan að ákveðið var að opna ekki fyrir umferð um veginn í vetur eins og ýjað hafði verið að. Verkinu á að vera lokið í haust", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri nýframkvæmda á norðvestursvæði hjá Vegagerðinni í samtali við bb.is. Nýi vegurinn um Arnkötludal verður 24,5 km langur og fer hæst í um 368 metra yfir sjávarmál við Þröskulda.

Eins og kunnugt er tengir vegurinn Reykhólahrepp og Strandir og liggur um Arnkötludal og Gautsdal, lítið eitt norðar en núverandi vegslóði um Tröllatunguheiði. Verkinu á að vera að fullu lokið fyrir 1. september.

 

Myndirnar tók Fjóla Benediktsdóttir á Tindum af vegaframkvæmdum í Geiradal í apríl á síðasta ári.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31