Tenglar

15. ágúst 2008 |

Verndum börnin okkar og sýnum aðgætni í umferðinni

Nú þegar líður að hausti og skólastarf senn að ganga í garð beinir lögreglustjóri Vestfjarða þeim tilmælum til ökumanna jafnt sem foreldra að þeir sýni aðgát og fyrirhyggju. „Nú er sá tími ársins að hefjast að mikið er af ungum vegfarendum í umferðinni og getur slysahætta aukist því samfara.  Því miður hafa þegar orðið nokkur slys þar sem börn og ökutæki koma við sögu og bendir lögreglan á Vestfjörðum bæði foreldrum og ökumönnum á að sýna sérstaka aðgát. Ökumenn, vinsamlegast sýnið aðgát í umferðinni og gætið sérstaklega að ungum vegfarendum.  Foreldrar, gætið að börnum ykkar og útbúið þau vel, hvort sem þau eru gangandi eða hjólandi", segir Kristín Völundardóttir lögreglustjóri í orðsendingu með þeirri yfirskrift sem fram kemur hér í fyrirsögninni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30