Tenglar

16. janúar 2009 |

Verra þegar rignir en þegar hann snjóar

Póstkassinn á Gróustöðum.
Póstkassinn á Gróustöðum.

Meira um póst- og símamálin í Reykhólahreppi. Meðfylgjandi mynd er af póstkassanum á Gróustöðum og sýnir hvernig umhorfs var inni í honum þegar hann var opnaður dag einn fyrir skömmu. „Svona verður hann þó að það hafi ekki verið nein óveður. Ég geri ráð fyrir að það skafi inn í fleiri póstkassa hér í sveit. Hitt er verra þegar rignir inn í hann", segir Signý á Gróustöðum, og spyr síðan: „Ætli það hafi aldrei verið hannaðir póstkassar sem þola íslenska veðráttu?"

 

Og hvað varðar símamálin segir Signý: „Til marks um gæði ISDN-tengingarinnar hjá mér má nefna, að það tekur tvær til fjórar mínútur að senda eina svona mynd."
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31