Tenglar

18. febrúar 2015 |

Verslun á Reykhólum í sjónmáli

Verslunarhúsið á Reykhólum.
Verslunarhúsið á Reykhólum.

Loksins sér fyrir endann á verslunarleysinu á Reykhólum, sem staðið hefur frá áramótum. Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal, sem búsett eru á Suðurnesjum, stefna að því að opna verslun á Reykhólum um mánaðamótin mars-apríl, eða eftir um sex vikur. Þau taka á leigu verslunarhúsið, sem er í eigu Reykhólahrepps, ásamt ýmsum búnaði sem þar er.

 

„Núna förum við að semja við birgja og vinna að öðrum undirbúningi“, segir Ása.

 

Nánar verður greint frá þessu hér á vefnum í kvöld eða í fyrramálið og rætt við hina nýju verslunarrekendur.

 

► 09.01.2015 Auglýst eftir verslunarrekendum á Reykhólum

 

Athugasemdir

Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 18 febrar kl: 17:23

Glæsilegt :-)

Sigurbjörn Arnar Jónsson, mivikudagur 18 febrar kl: 20:24

Get fullyrt við íbúa Reykhóla að þetta er sómafólk. Verið vel að þeim komin :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31