18. febrúar 2015 |
Verslun á Reykhólum í sjónmáli
Loksins sér fyrir endann á verslunarleysinu á Reykhólum, sem staðið hefur frá áramótum. Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal, sem búsett eru á Suðurnesjum, stefna að því að opna verslun á Reykhólum um mánaðamótin mars-apríl, eða eftir um sex vikur. Þau taka á leigu verslunarhúsið, sem er í eigu Reykhólahrepps, ásamt ýmsum búnaði sem þar er.
„Núna förum við að semja við birgja og vinna að öðrum undirbúningi“, segir Ása.
Nánar verður greint frá þessu hér á vefnum í kvöld eða í fyrramálið og rætt við hina nýju verslunarrekendur.
► 09.01.2015 Auglýst eftir verslunarrekendum á Reykhólum
Björk Stefánsdóttir, mivikudagur 18 febrar kl: 17:23
Glæsilegt :-)