Tenglar

8. janúar 2015 |

Verslunarmálin tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar

„Rekstur verslunar á Reykhólum“ er fyrsti liður á dagskránni á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps sem hefst kl. 15.30 í dag. Það hefur a.m.k. ekki farið framhjá heimafólki, að núna er engin verslun í héraðinu lengur. Næstu búðir eru á Hólmavík (58 km frá Reykhólum) og í Búðardal (75 km frá Reykhólum).

 

Á það skal minnt, að meginreglan er sú að fundir sveitarstjórna eru opnir öllum til að hlýða á umræður og afgreiðslu mála. Sveitarstjórn getur þó ákveðið að einstök mál skuli rædd fyrir luktum dyrum þegar það telst nauðsynlegt vegna eðlis máls, en slíkt er mjög sjaldgæft.

 

Dagskrá fundarins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30