Tenglar

27. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Verslunin Hólakaup á Reykhólum til sölu

Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
Verslunin Hólakaup á Reykhólum.
1 af 2

„Þó svo að reksturinn gangi mjög vel var þetta aldrei hugsað til langtíma fyrir mig eða okkur. Þetta var tækifæri til að sleppa úr bænum. Við erum ekkert á förum héðan, við finnum okkur bara önnur og fjölskylduvænni verkefni á svæðinu,“ segir Eyvindur Magnússon, kaupmaður á Reykhólum. Þau Eyvindur og Ólafía Sigurvinsdóttir hafa rekið Hólakaup í tæp fjögur ár eða frá maíbyrjun 2010. Myndin sem hér fylgir (nr. 2) var tekin þá.

 

Verslunin verður auglýst til sölu alveg á næstunni í Morgunblaðinu, Skessuhorni og Bændablaðinu. Meginefni auglýsingarinnar er á þessa leið:

  • Gullgæsin til sölu. Minnsti stórmarkaður á Íslandi.
  • Af sérstökum ástæðum er til sölu vel rekinn og skuldlaus verslunarrekstur. Verslunin er bland af matvöru, gjafavöru og söluskála með kaffihorni. Einnig er verslunin með umboð fyrir N1 og er eldsneytiskortasjálfsali fyrir utan.
  • Reksturinn er í 70 fm leiguhúsnæði í eigu sveitarfélagsins.
  • Ársvelta sl. 3 ár er yfir 70 milljónir á ári og alltaf hagnaður.
  • Eina verslunin á stóru svæði, hentar mjög vel fyrir samhenta fjölskyldu eða tvær.
  • Mikil umferð ferðamanna er um svæðið, fuglaskoðun, ættarmót, sumarbústaðir, gæsaveiðar, rjúpuveiðar, norðurljós og svo þessi klassíski.
  • Fráfarandi eigendur til fjögurra ára gætu aðstoðað nýja í upphafi. Frábært tækifæri til að skapa sér góðar tekjur.
  • Allt fylgir með, laus þegar hentar, verð kr. 13 milljónir.

Sjá einnig:

► 05.05.2010 Nýir eigendur Hólakaupa á Reykhólum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31