11. ágúst 2010 |
Verslunin Hólakaup skiptir litum
Verslunin Hólakaup á Reykhólum tók miklum stakkaskiptum fyrir skömmu þegar húsið var málað að utan, bæði veggir og þak. Áður var húsið dökkbrúnt en núna er það ljósgrátt. Þessa dagana er sami málningarverktaki að undirbúa málningu á þaki Reykhólakirkju auk þess sem hann hefur fengist við fleiri verkefni á Reykhólum að undanförnu.
Smellið á myndina til að stækka hana.