Tenglar

21. mars 2015 |

Verslunin á Reykhólum fær heitið Hólabúð

Ása, Reynir Þór og Írena Ósk.
Ása, Reynir Þór og Írena Ósk.

Þessa dagana eru nýju verslunarrekendurnir á Reykhólum að taka á móti vörusendingum og hreiðra um sig í búðinni, sem þau nefna Hólabúð. Eins og þau Reynir Þór Róbertsson og Ása Fossdal gerðu ráð fyrir í upphafi hyggjast þau opna búðina núna um mánaðamótin, væntanlega 1. eða 2. apríl, og verða þá með nokkur opnunartilboð.

 

Allt fram til síðustu áramóta, þegar Eyvi og Ólafía lokuðu búðinni sinni, hafði verslun verið á Reykhólum nánast eins lengi og elstu menn muna, meira að segja tvær verslanir á tímabili. Búðarleysið í vetur hefur ýmsum þótt afleitt. Veður og færð hafa löngum verið með alversta móti, en styst hefur verið í verslun á Hólmavík um Þröskulda (116 kílómetrar fram og til baka) og næststyst í Búðardal um Svínadal (150 kílómetrar fram og til baka).

 

Ása og Reynir gáfu sér tíma til að líta upp úr kössunum rétt á meðan myndin var tekin. Tíkin Írena Ósk virðist ekki vita almennilega hvað hún á að láta sér finnast um allt þetta tilstand.

 

Búslóðin er komin á nýja heimilið þeirra að Hólatröð 1. Þau segja að heimafólk hafi sýnt þeim mikla vinsemd og hjálpsemi og bæta við: „Hér verður gott að búa.“

 

Þess má geta að síminn í búðinni verður sá sami og áður: 434 7890.

 

18.02.2015 Nýtt fólk úr Ytri-Njarðvík

31.12.2014 Hætt rekstri búðarinnar eftir fjögur ár og átta mánuði

 

Athugasemdir

R&Á, laugardagur 21 mars kl: 18:48

Viljum benda á að við erum búin að stofna facebooksíðu Hólabúð það sem við munum setja inn allt sem við komum til með að gera svo sem tilboð og uppákomur.:)

Guðrún Helga Reynisdóttir, laugardagur 21 mars kl: 19:09

Flottust! Verslunin er í góðum höndum, hlakka til að sjá framhaldið

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31