Tenglar

2. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

VestFiðringur á Reykhólum

Við Langavatn neðan við Reykhóla. Ljósm. Árni Geirsson.
Við Langavatn neðan við Reykhóla. Ljósm. Árni Geirsson.

Fundaherferð VestFiðringsins fikrar sig nú sunnar á kjálkann og kl. 17 á morgun, miðvikudag 3. september, verður sjötti skemmti- og vinnufundur VestFiðrings haldinn á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Umræðuefni fundarins er Reykhólahreppur og eyjarnar, íbúar svæðisins og saga. Þar verða helstu sérkenni svæðisins dregin fram, skoðuð og skráð, auk þess sem búinn verður til listi yfir fólk sem vinnur við skapandi greinar og tengist svæðinu á einhvern hátt. Allir eru velkomnir og verða léttar veitingar á boðstólum um kvöldmatarleytið.

 

Lesa má nánar um verkefnið og fundina sem fram hafa farið til þessa undir tenglunum hér fyrir neðan og kynna sér málið á Facebooksíðu verkefnisins.

 

Samkoman er sjötta í röðinni af mörgum sem haldnar verða á a.m.k. tólf stöðum víðs vegar um kjálkann. Í þessum fyrsta áfanga VestFiðringsins er safnað saman upplýsingum um sérkenni hvers hluta Vestfjarða fyrir sig, í þessu tilfelli Reykhólahrepps, og mannauðurinn kortlagður.

 

Markmið fundarins er að skoða og skilgreina hvað er „inni í rammanum“ og nýta þann fróðleik til að byggja upp verkefni í næsta áfanga. Sá áfangi felst í því að búa til verkefni á sviði skapandi greina, verkefni sem spretta úr þekkingarbrunni hvers svæðis fyrir sig, verkefni sem verða hugsuð út fyrir rammann, verkefni sem eru viðbót við það sem fyrir er, verkefni sem skapa ný störf.

 

Næsti fundur VestFiðrings verður svo á Birkimel á Barðaströnd kvöldið eftir á sama tíma.

 

02.7.2014  Fiðringsfundur í Ögri

27.7.2014  VestFiðringur á Flateyri

30.7.2014  VestFiðringur í Bolungarvík

07.8.2014  VestFiðringur í Melrakkasetrinu

13.8.2014  VestFiðringur í Hnífsdal

 

Athugasemdir

Hjalti, rijudagur 02 september kl: 16:29

Það var nú, að vera fjarverandi á meðan svona fundur verður.....hefði viljað vera með ykkur, verður örugglega skemmtilegt.
Hjalti Hafþórsson

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31