Tenglar

15. desember 2014 |

Vestfirðingur ársins valinn í fjórtánda sinn

Mugison hefur tvisvar hlotið útnefninguna Vestfirðingur ársins.
Mugison hefur tvisvar hlotið útnefninguna Vestfirðingur ársins.

Val á Vestfirðingi ársins fer nú fram á vefsvæði vikublaðsins Bæjarins besta á Ísafirði, fréttavefnum bb.is, fjórtánda árið í röð. Hægt er að taka þátt í valinu allt fram til áramóta með því að smella hér. Fólkið sem fram að þessu hefur hlotið þennan titil hefur fengið hann af ýmsum mjög ólíkum ástæðum. Svæðið sem kjörið nær til er allur Vestfjarðakjálkinn en fólk hvar sem er í veröldinni getur tekið þátt í því.

 

Eftirtalin hafa hlotið nafnbótina Vestfirðingur ársins:

 • 2001 Guðmundur Halldórsson
 • 2002 Hlynur Snorrason
 • 2003 Magnús Guðmundsson
 • 2004 Örn Elías Guðmundsson (Mugison)
 • 2005 Sigríður Guðjónsdóttir
 • 2006 Sunneva Sigurðardóttir
 • 2007 Arna Sigríður Albertsdóttir
 • 2008 Egill Kristjánsson
 • 2009 Halldór Gunnar Pálsson
 • 2010 Benedikt Sigurðsson
 • 2011 Örn Elías Guðmundsson (Mugison)
 • 2012 Agnes M. Sigurðardóttir
 • 2013 Guðni Páll Viktorsson

Hér má sjá nánari deili á þeim sem nafnbótina hafa hlotið hingað til.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29