Tenglar

28. mars 2015 |

Vestfirðir: Fækkun frá 2005 nema í Reykhólahreppi

Mannfjöldi á Vestfjörðum 1. janúar ár hvert. Hagstofa Íslands.
Mannfjöldi á Vestfjörðum 1. janúar ár hvert. Hagstofa Íslands.
1 af 2

Milli áranna 2005 og 2015 fækkaði fólki í öllum sveitarfélögunum níu á Vestfjörðum nema einu, Reykhólahreppi. Í heild hefur á þessu tímabili fækkað á Vestfjörðum úr 7.597 manns í 6.970 eða um 8,3%. Ekki er þó um beinar línur að ræða heldur hefur mannfjöldinn verið misjafnlega skrykkjóttur í einstökum sveitarfélögum, nema helst í Ísafjarðarbæ, þar sem fækkað hefur jafnt og þétt síðasta áratuginn. Mannfjöldinn í Reykhólahreppi fór niður í 251 árið 2006 og upp í 291 árið 2010.

 

Að öðru leyti skal vísað til töflunnar á mynd nr. 1 (smellið á hana til að stækka). Á mynd nr. 2 má sjá legu sveitarfélaganna níu á Vestfjörðum.

 

Allar þessar tölur eru frá Hagstofu Íslands og miðaðar við 1. janúar ár hvert. Tölur um fólksfjölda 1. janúar 2015 voru birtar fyrr í þessum mánuði.

 

Í þessari samantekt er Bæjarhreppur við Hrútafjörð ekki tekinn með, en hann sameinaðist Húnaþingi vestra 1. janúar 2012. Auk þess var hann allur sunnan við landfræðileg mörk Vestfjarðakjálkans þó að hann hafi á sínum tíma tilheyrt Vestfjarðakjördæmi og átt aðild að Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

 

Sjá nánar (16.03.2015): Fjölgaði á Reykhólum, fækkaði í Reykhólahreppi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31