Tenglar

6. september 2008 |

Vestfirðir sameinist í eitt sveitarfélag

Halldór Halldórsson á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum.
Halldór Halldórsson á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum.

„Stefna sambandsins hefur í fjölda ára verið sú að styrkja sveitarfélög með frjálsri sameiningu og ég vildi bara benda á að Vestfirðir geta þetta alveg", segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við mbl.is. Í ávarpi sínu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum opnaði Halldór fyrir þá umræðu að Vestfirðir allir myndu sameinast í eitt sveitarfélag.

 

Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur viðrað þá hugmynd að lögbundinn lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum verði þúsund manns en Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem nær því marki. Halldór vill að Vestfirðingar taki frumkvæði um frjálsa sameiningu áður en til þvingunar kæmi.

 

„Við eigum ekki að festast í þeim gamla hugsunarhætti að allir þurfi að komast á bæjarskrifstofuna á hálftíma, heldur sjá sveitarfélög sem stjórnsýslueiningu sem gæti tekið við stórum verkefnum frá ríkinu. En í einingu sem er jafn landfræðilega stór og Vestfirðir þyrftu að sjálfsögðu að vera margir þjónustukjarnar", segir Halldór í samtali við mbl.is. Að mati hans yrði ótvíræður hagur að sameiningunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30