23. mars 2010 |
Vestfirsk motta gerir það gott
Önfirðingurinn Hinrik Greipsson er í fimmta sæti í mars-mottukeppni Krabbameinsfélags Íslands en hann hefur safnað alls 170.493 krónum síðan átakið hófst. Aðeins munar tæplega þúsund krónum á fimmta og fjórða sætinu. Hinrik var síðast með skegg árið 1976 og ætlar að láta mottuna fjúka á slaginu þann 1. apríl. Efstur í einstaklingskeppninni er Reykvíkingurinn Rúnar Sigurðsson sem hefur safnað alls 309.556 krónum þegar þessi orð eru skrifuð.
Markmiðið með þessu átaki er að vekja karlmenn til vitundar um krabbamein og auka bæði samstöðu þeirra og umræðu og í ár vill Krabbameinsfélagið vekja keppnis- og baráttuandann í brjósti karla og rjúfa þögnina um krabbamein karla. Fjölmargir Vestfirðingar eru meðal þátttakenda í keppninni. Myndir af keppendum og upplýsingar um framgang þeirra í keppninni má finna á vef átaksins. Þar er einnig hægt að heita á þá menn sem maður vill styðja.
Dalli, rijudagur 23 mars kl: 21:26
Það er ekkert andlitsglys
og engum fyrirgefið,
að hafa þennan helvítis
Hitlerstopp við nefið.
Gamall húsgangur.