Tenglar

30. apríl 2009 |

Vestfirsk sveitarfélög fá viðurkenningu vegna forvarna

Sigríður Björnsdóttir, formaður samtakanna Blátt áfram, færði í vikunni fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum viðurkenningu samtakanna fyrir samstarfsvilja og hugrekki. Sveitarfélög á Vestfjörðum voru fyrst á landinu til að ná þeim áfanga að fræða 5% allra þeirra sem starfa með börnum og unglingum í byggðarlaginu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Var það liður í vitundarvakningu forvarnasamtakanna Blátt áfram og Sólstafa Vestfjarða, sem ber yfirskriftina Verndarar barna. Á hálfu ári náðu Sólstafakonur að fræða um 250 starfsmenn stofnana og fyrirtækja sem starfa með börnum í fjórðunginum. „Þetta er frábært fordæmi fyrir allt landið“, segir Sigríður.


Blátt áfram
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30