13. apríl 2015 |
Vestfirskir ferðaþjónar og bloggsíðan Bestfjords
Fyrir mánaðamótin var opnuð bloggsíða tengd vefnum westfjords.is undir nafninu Bestfjords. Verkefni þetta er á vegum Markaðsstofu Vestfjarða og unnið af Hauki Sigurðssyni á Ísafirði, sem mun blogga og taka myndir um allan Vestfjarðakjálkann. Markaðsstofan hvetur ferðaþjóna eindregið til að deila færslunum og myndunum á síðunni sem allra víðast. Nú þegar er kominn þar inn fjöldi mynda sem Haukur hefur tekið á ýmsum stöðum og við ýmis tækifæri.