Tenglar

19. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vestfirsku sveitarfélögin aftarlega á merinni

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins, að núna um áramótin hafi ráðuneytið yfirfarið, staðfest og birt 49 af þeim 52 samþykktum um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélaga sem það fékk sendar árið 2013. Þarna er um að ræða tvo þriðju allra sveitarfélaga á landinu, sem eru samtals 74. Reykhólahreppur var eina sveitarfélagið á Vestfjörðum þar sem gengið var frá samþykktinni innan tilskilins frests, sem rann út fyrir liðlega hálfu ári. Meðal þeirra sem höfðu ekki sent ráðuneytinu nýjar samþykktir fyrir áramót „eru flest fámennustu sveitarfélögin en líka nokkur fjölmenn og öflug sveitarfélög“, segir þar.

 

Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga frá 2012 skulu sveitarfélög setja sér samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins, sem senda skal ráðuneytinu til staðfestingar og birtingar í Stjórnartíðindum. Með lögunum var einnig samþykkt bráðabirgðaákvæði sem veitti sveitarfélögum frest til 30. júní 2013 til að vinna nýja samþykkt.

 

Fram kemur á vestfirska fréttavefnum bb.is í dag, að einungis tvö af tíu sveitarfélögum á Vestfjörðum hafi skilað slíkri samþykkt, Reykhólahreppur og Tálknafjarðarhreppur. Í sveitarstjórn Reykhólahrepps var hún afgreidd 13. júní og birtist í Stjórnartíðindum 3. júlí. Í Tálknafjarðarhreppi var hún afgreidd 13. desember.

 

Fréttin á bb.is: Enn aðeins tvö sveitarfélög með nýja samþykkt

Samþykkt um stjórn Reykhólahrepps (Stjórnartíðindi, pdf, 15 síður)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30