Tenglar

14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vestfjarðakjálkinn fær EarthCheck-umhverfisvottun

Tilkynnt var núna í dag, að sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið umhverfisvottun frá vottunarsamtökunum EarthCheck. Þetta á sér langan aðdraganda, sem hófst árið 2010 þegar Ferðamálasamtök Vestfjarða ákváðu að stefna að því að fá EarthCheck-vottun fyrir Vestfjarðakjálkann í heild. Gögnum var skilað í desember 2013 vegna ársins 2012 og hefur EarthCheck staðfest að sveitarfélögin hafi staðist viðmið EarthCheck fyrir það ár.

 

Samtökin eru áströlsk og annast vottun samfélaga og ferðaþjóna og veita þeim umhverfismerki sem standast fyrirfram ákveðnar kröfur. Þau byggja á sterkum faglegum grunni og eru þróuð af fyrirtæki í eigu áströlsku ferðaþjónustunnar, ástralska ríkisins og háskóla. Um er að ræða stærstu rannsóknamiðstöð ferðamála í heiminum og markmið hennar er að stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustu.

 

Með aðild sinni að EarthCheck hafa vestfirsku sveitarfélögin níu skuldbundið sig til þess að taka mið af náttúrunni í öllum ákvörðunum sínum og tryggja sjálfbærni þeirra auðlinda sem til staðar eru á svæðinu. Verkefnið hefur verið unnið af Fjórðungssambandi Vestfirðinga þó að hugmyndin hafi í upphafi komið frá Ferðamálasamtökunum. Umhverfisvottun hefur verið eitt af viðfangsefnum síðustu Fjórðungsþinga og áhugi sveitarstjórnarfólks hefur verið mikill.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31