Tenglar

28. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Vestfjarðarit IV - Austur-Barðastrandarsýsla

1 af 2

Fjórða bindið í ritröðinni Vestfjarðarit er í þann veginn að koma út. Þetta bindi hefur titilinn Hjalla meður græna og fjallar um Austur-Barðastrandarsýslu eða alla gömlu hreppana fimm sem mynda núverandi Reykhólahrepp, þ.e. svæðið milli Gilsfjarðar í austri og Kjálkafjarðar í vestri ásamt miklum hluta Breiðafjarðareyja. Bókin er 624 blaðsíður og hefur að geyma mikinn fróðleik um héraðið, þar á meðal ábúendatöl frá 1900 til 2012. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, bæði gamalla og nýrra. Ritstjóri þessa bindis er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla.

 

Í Reykhólahreppi annast heimafólk söluna og hefur Karl Kristjánsson á Kambi umsjón með henni (símar 434 7715 og 866 8318). Á höfuðborgarsvæðinu annast Barðstrendingafélagið söluna undir umsjón Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Mýrartungu (símar 567 0904 og 863 5187). Auk þess er hægt að panta ritið og fá það póstsent án þess að sendingarkostnaður sé innheimtur og tekur Birkir Friðbertsson við pöntunum í síma 456 6255. Ritið verður ekki selt í verslunum að sinni. Verðið er kr. 11.700.

 

Útgefandi Vestfjarðarita er Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða. Útgáfustjóri er Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði.

 

Áður eru komnar út í ritröðinni Vestfjarðarit bækurnar Firðir og fólk 900-1900 og Firðir og fólk 1901-1999, sem fjalla báðar um Vestur-Ísafjarðarsýslu, og Fólkið, landið og sjórinn, sem fjallar um Vestur-Barðastrandarsýslu 1901-2010.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30