Tenglar

17. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vestfjarðavegur lokaður um óákveðinn tíma

Skriðan mikla í Kjálkafirði í síðasta mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.
Skriðan mikla í Kjálkafirði í síðasta mánuði. Ljósm. Sveinn Ragnarsson.

Vestfjarðavegur nr. 60 verður lokaður í Kjálkafirði frá miðnætti aðfaranótt laugardagsins 18. maí um óákveðinn tíma vegna hættu á skriðuföllum, segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Myndina sem hér fylgir tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli þegar verið var að ryðja burt skriðunni miklu sem féll fyrir tæpum mánuði á þjóðveginn um Litlaneshraun í Kjálkafirði, vestast í Reykhólahreppi.

 

Áætlað var að um 150 þúsund rúmmetrar af jarðvegi hafi ruðst fram á veginn. Þarna var unnið að nýlagningu vegarins og var verið að snyrta neðan af skeringu þegar skriðan féll.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31