Tenglar

16. desember 2014 |

Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri

Brúin á Mjóafirði / Sveinn Ragnarsson.
Brúin á Mjóafirði / Sveinn Ragnarsson.

Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Múlasveit vestarlega í Reykhólahreppi var opnuð fyrir almenna umferð í gær. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð núna í í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma kafla sem lágu fyrr botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í gær við að loka gamla veginum fyrir botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól.

 

Frá þessu er greint í frétt Kristjáns Más Unnarssonar fréttamanns á vefnum visir.is.

 

Vegfarendur þurfa þó að aka með gát yfir Mjóafjörð því að vinnu við fjarðarþverunina er ekki lokið, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra hjá Suðurverki. Eftir er að ljúka við að setja grjótvörn utan á vegfyllinguna og verður áfram unnið við það í janúar og febrúar.

 

Myndina af Mjóafjarðarbrúnni sem hér fylgir tók Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal í byrjun október.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30