7. júlí 2010 |
Vestfjarðavíkingurinn 2010 á Reykhólum
Fyrsta lotan í Vestfjarðavíkingnum, árlegri keppni sterkustu manna landsins, verður á Reykhólum á morgun, fimmtudag, og hefst baráttan kl. 16. Sú lota felst í keppni í kútakasti og Herkúlesarhaldi. Næstu tvo dagana verður síðan keppt í öðrum greinum á Hnjóti í Örlygshöfn, Látrum við Látrabjarg, Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði.
Dagskrá Vestfjarðavíkingsins í einstökum atriðum