Tenglar

5. júlí 2012 |

Vestfjarðavíkingurinn: Tvær greinar í Reykhólasveit

Hafþór Júlíus í Vestfjarðavíkingnum á Silfurtorgi á Ísafirði árið 2009 (bb.is).
Hafþór Júlíus í Vestfjarðavíkingnum á Silfurtorgi á Ísafirði árið 2009 (bb.is).

Tveir viðburðir í Vestfjarðavíkingnum 2012 verða í Reykhólasveit á morgun, föstudag. Keppt verður í kútakasti yfir vegg í Bjarkalundi kl. 13 og steinapressum á Reykhólum kl. 17. Tvær fyrstu greinarnar í keppninni voru í gær í Stykkishólmi og í Baldri á leið norður yfir Breiðafjörð. Í dag var keppt á Patreksfirði og Tálknafirði. Síðasti keppnisdagurinn verður á bæjarhátíðinni í Búðardal á laugardaginn, þar sem keppt verður í uxagöngu við Leifsbúð kl. 12 og steinatökum við Dalabúð kl. 16.

 

Eins og endranær er keppnin tekin upp og verður sýnd í Sjónvarpinu við tækifæri.

 

Vestfjarðavíkingurinn er nú haldinn í 20. sinn. Upphafsmaður keppninnar var Guðmundur Otri Sigurðsson frá Otradal við Arnarfjörð en undanfarin ár hefur Magnús Ver Magnússon verið forsvarsmaður hennar. Hann hefur jafnframt unnið keppnina oftast allra.

 

Meðal keppenda er sigurvegarinn í Vestfjarðavíkingnum síðustu tvö ár, Hafþór Júlíus Björnsson. Fyrr í sumar vann hann titilinn Sterkasti maður Íslands þriðja árið í röð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31