8. febrúar 2010 |
Vesturbyggð vill leið B við Þorskafjörð
Bæjarstjórn Vesturbyggðar er einhuga um að fara eigi leið B með Vestfjarðaveg. Þar er átt við vegarstæði um Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð og yfir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar (smellið á myndina til að stækka hana). Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Vesturbyggð var samþykkt samhljóða að vísa því til bæjarráðs að móta ályktun til stjórnvalda vegna leiðar B. Eins og kunnugt er úrskurðaði umhverfisráðherra á sínum tíma að úrskurður þáverandi umhverfisráðherra frá því í janúar 2007 yrði felldur úr gildi en þar var fallist á leið B í öðrum áfanga Vestfjarðavegar um vesturhluta Reykhólahrepps.
Sjá einnig:
23.10.2009 Hæstiréttur: Vegur ekki lagður um Teigsskóg
30.10.2008 Dómi héraðsdóms um vegagerð í Þorskafirði áfrýjað