7. desember 2012 |
Vetrarhefti Búnaðarblaðsins Freyju komið út
Búnaðarblaðið Freyja, 4. tbl. 2. árg., er komið út og má nálgast það á nýrri og endurbættri heimasíðu Útgáfufélagsins Sjarmans. Í blaðinu kennir ýmisa grasa sem fyrr og má þar finna greinar á sviði búfjárræktar, jarðræktar, búrekstrar og skógræktar, svo eitthvað sé nefnt. Það er Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem skrifar umræðuna að þessu sinni, þar sem sjónum er m.a. beint að stöðu og framtíð íslensks landbúnaðar.
Jafnframt er hægt að senda tölvupóst til að panta Freyju á prentuðu formi. Stakt blað kostar 2.000 krónur en vilji menn fá öll blöðin sem hafa komið út kosta þau 6.000 krónur (6 tölublöð) meðan birgðir endast.