Tenglar

13. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

„Vetrarsól á Ströndum“

1 af 3

„Vetrarsól á Ströndum“ er lítil notaleg hátíð með tónleikum, kvöldvöku, sögugöngu og fleiru. Fyrsta hátíðin verður haldin 18.-20. janúar 2019.

 

14. - 17. janúar - Ukulelenámskeið Svavars Knúts:

-> Sjá upplýsingar neðst.

 

18. janúar - föstudagur kl. 8:30 - 9:30 - Grunnskóli Hólmavíkur.

Selló-Stína kveður og kennir rímnalög.

 

18. janúar - föstudagur kl. 20:30 - 21:30 - Hólmavíkurkirkja:

íslensk þjóðlög og sönglög, meðal annars við texta ljóðskálda úr Dölunum og af Ströndunum. - Jóhanna Ósk Valsdóttir, söngur. Bjartur Logi Guðnason, píanó/orgel. Íris Dögg Gísladóttir, fiðla. Kristín Lárusdóttir, selló.

 

Miðaverð 2.500kr.

Eldriborgarar og námsmenn 2.000kr.

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

19. janúar - laugardagur kl. 15:00-16:00 - Sauðfjársetrið.

„Bábiljur og bögur í baðstofunni“

„Ungir sem aldnir koma saman í baðstofunni. Fólk getur unnið við eigið handverk, hlustað á sögur, langspil og kveðskap og tekið þátt í samsöng um leið og vöffluhlaðborði er skolað niður með kaffi, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.“

 

Frítt inn.

Kaffiveitingar 1.200kr.

 

19. janúar - laugardagur kl. 20:30 - Bragginn á Hólmavík.

Hinn þjóðkunni og stórskemmtilegi Svavar Knútur spilar og skemmtir af sinni alkunnu snilld.

 

Miðaverð 2.500kr.

Eldriborgarar og námsmenn 2.000kr.

Frítt fyrir 12 ára og yngri.

 

20. janúar - sunnudagur kl. 11:00 - Kaffi Galdur (fyrir utan).

Söguganga með Jóni Jónssyni þjóðfræðingi. Hægt að kaupa heita og góða súpu eftir gönguna á Kaffi Galdri.

 

 

Ukulelenámskeið Svavars Knúts:

Tónlistarmaðurinn landskunni Svavar Knútur mun halda ukulele-námskeið á Hólmavík mánudag, miðvikudag og fimmtudag (14., 16. og 17. janúar). Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík, og verður kl. 17-19 í hvert skipti. Þar mun hann kenna undirstöðuatriði þess að spila á ukulele og munu nemendur læra að spila létt og skemmtileg lög. Aldursviðmið er 10 ára og eldri, en fullorðnir eru hvattir til þess að skrá sig líka. Mælt er með því að fólk skrái sig í pörum, t.d. foreldri og barn. Námskeiðið kostar 10.000 kr á manninn, en það verð kann að lækka. Hægt verður að fá nokkur ukulele að láni á námskeiðinu, auk þess sem fólk má koma með sín eigin. Svavar Knútur mun einnig vera með til sölu ukulele á staðnum, sem kosta aðeins 10.000 kr.

Hægt er að skrá sig með því að hafa samband við Svavar Knút í gegnum tölvupóstinn: hrsvavar@gmail.com

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31