Tenglar

6. október 2012 |

Vetrarstarfið hjá eldri borgurum hafið

Stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi hefur ákveðið að færa Opið hús yfir á fimmtudaga á ný. Starf félagsins fer fram í húsi Rauða krossins í Búðardal nema annað sé tekið fram. Vikulegt starf verður þannig í október og nóvember:

 

Mánudagar:

Göngutúr, kaffisopi og spjall kl. 10.30-11.30.

Þriðjudagar:

Samvera, kaffi kl. 10.30. Sund á Laugum kl. 15.15-16.

Miðvikudagar:

Opið fyrir eldri borgara í tækjasal Umf. Ólafs páa kl. 11.45-13.

Fimmtudagar:

Opið hús kl. 13.30-16 eða 16.30.

Föstudagar:

Göngutúr, kaffi og spjall kl. 10.30-11.30.

 

Opið hús er þessa daga:

11. október: Bingó, kaffi og söngur (Króksfjarðarnesi)

18. október: Dagskrá, kaffi og söngur

25. október: Félagsvist, kaffi og söngur

1. nóvember: Dagskrá, kaffi og söngur

8. nóvember: Fyrirhuguð heimsókn í Barmahlíð á Reykhólum

15. nóvember: Dagskrá, kaffi og söngur

22. nóvember: Fyrirhuguð heimsókn í Silfurtún í Búðardal

29. nóvember: Jólabingó, jólastund og söngur

 

Alltaf er kaffi og með því á Opnu húsi og kostar kr. 300.

Bingóspjaldið kostar kr. 500.

Á Opnu húsi er líka opið á loftinu.

 

Stjórn Félags eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi hvetur eldri borgara til að ganga í félagið og taka þátt í starfinu: Fleiri félagar, öflugra starf og félagslíf, meira gaman!

 

Allir eldri borgarar eru velkomnir í Opið hús þó að þeir séu ekki í félaginu.

 

Nánari upplýsingar veita t.d. systurnar Þrúður Kristjánsdóttir í Búðardal og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31