Tenglar

25. júní 2016 |

Vettvangsferð út í Flatey á Breiðafirði

Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
1 af 2

Sveitarstjórn og sveitarstjóri Reykhólahrepps, dreifbýlisnefnd sveitarfélagsins, fulltrúar slökkviliðsins og ýmsir fleiri fara út í Flatey á mánudag til að hitta fólkið þar, halda fundi, huga að brunavörnum og búnaði, halda slökkviliðsæfingu og skoða sig um (dagskrána má sjá á mynd nr. 2).

 

„Ferðin er liður í því að sinna skyldum okkar,“ segir Áslaug Berta Guttormsdóttir, sveitarstjórnarmaður og fulltrúi í dreifbýlisnefnd. „Við leggjum áherslu á gott samstarf við Framfarafélag Flateyjar, enda er félagið ásamt því sjálfstæða og harðduglega fólki sem er með fasta búsetu í Flatey lykillinn að velferð hennar,“ segir Áslaug.

 

„Síðan vinnum við auðvitað Englendinga um kvöldið,“ bætir hún við. „Þeir sem fara á milli á björgunarsveitarbátnum Hafdísi verða komnir heim fyrir leik, en við hin öskrum okkur hás í Baldri.“

 

Fundi um málefni Flateyjar frestað fram á sumar

 

 

Gestir í Flatey mánudaginn 27. júní 2016

 

Sveitarstjóri

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir

 

Sveitarstjórn

Vilberg Þráinsson oddviti (einnig slökkviliðsmaður)

Karl Kristjánsson varaoddviti

Sandra Rún Björnsdóttir

Ágúst Már Gröndal (einnig slökkviliðsmaður)

Áslaug Berta Guttormsdóttir (einnig í dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps)

 

Fulltrúar Slökkviliðs Reykhólahrepps

Ágúst Már Gröndal (einnig í sveitarstjórn)

Bjarni Þór Bjarnason

Brynjólfur V. Smárason

Sveinn Ragnarsson (einnig varamaður í dreifbýlisnefnd)

B. Stefán Jónsson varaslökkviliðsstjóri Reykhólahrepps (einnig varamaður í dreifbýlisnefnd)

(Magnús Jónsson varaslökkviliðsstjóri í Flatey tekur á móti slökkviliðsmönnum úr landi)

 

Dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps

Erla Björk Jónsdóttir formaður (fulltrúi Gilsfjarðar)

Erna Ósk Guðnadóttir (fulltrúi Gufudalssveitar)

Sveinn Ragnarsson varamaður (fulltrúi innsveitar og Geiradals og einnig slökkviliðsmaður)

Áslaug B. Guttormsdóttir (fulltrúi sveitarstjórnar en jafnframt Reykjaness í dreifbýlisnefnd)

B. Stefán Jónsson varamaður (fulltrúi Gilsfjarðar en einnig slökkviliðsmaður)

(Baldur Ragnarsson fulltrúi Flateyjar og Guðrún Ársælsdóttir varamaður taka á móti nefndinni í Flatey)

 

Aðrir gestir

Hildur Hörpudóttir sóknarprestur í Flatey

Egill Erlendsson (eiginmaður Hildar)

Rob Kamsma fulltrúi Siglingasviðs Vegagerðarinnar

Sigurður Áss fulltrúi Siglingasviðs Vegagerðarinnar (líklega, er að ná sér af veikindum)

Bogi Kristinsson byggingafulltrúi Reykhólahrepps (líklega)

Hákon Ásgeirsson frá Umhverfisstofnun

Guðmundur Bergsson í Eldstoðum

 

Athugasemdir

Áslaug Berta Guttormsdóttir, sunnudagur 26 jn kl: 19:40

Því má bæta við að Guðmundur Bergsson frá Eldstoðum ætlar að slást með í förina, mönnum til halds og trausts í tenglum við brunarvarnir og slökkviliðsæfingu.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30