Tenglar

28. nóvember 2016 | Umsjón

Við mér sveitin brosir blíð ...

Guðbjörg og Kristján Sigvaldi í Gautsdal ásamt börnum sínum, f.v. Unnur Björg, Bryndís, Karl, Magnús og Eygló Baldvina.
Guðbjörg og Kristján Sigvaldi í Gautsdal ásamt börnum sínum, f.v. Unnur Björg, Bryndís, Karl, Magnús og Eygló Baldvina.
1 af 4

Tvö af systkinunum frá Gautsdal, þau Karl og Bryndís Kristjánsbörn (Kalli á Kambi og Dísa) fluttu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi í gær ýmsar tækifærisvísur eftir móður sína, Guðbjörgu Karlsdóttur (Guggu í Gautsdal). Aðallega voru þetta stökur úr dagsins önn, vísur um lífið og tilveruna, vísur um barnabörnin og afmælisvísur. Auk fjölda fólks á markaðinum voru þarna saman komin öll börn þeirra Gautsdalshjóna, Guðbjargar og Kristjáns Sigvalda Magnússonar.

 

Þrjár af myndunum sem hér fylgja tók Sveinn Ragnarsson við þetta tækifæri. Á mynd nr. 4 er Guðbjörg hins vegar að fá sér kaffisopa í Búðum í Hlöðuvík í Hornstrandaferð árið 2009.

 

Fáeinar af vísum Guðbjargar:

 

 

Stökur 

 

Augað fjöll og flóa leit,

friðar sálin njóti

er faðminn breiðir fögur sveit

ferðalöngum móti.

 

Við mér sveitin brosir blíð,

baðar sólin engi og völl,

Bjarkalund og Barmahlíð,

Borgarland og Vaðalfjöll.

 

 

Hlöðuvík 

 

Dvölin hér var draumi lík,

daginn kveð ég glaður.

Og héðan burt úr Hlöðuvík

held ég betri maður.

 

 

Staka 

 

Finnst mér orðinn fótur seinn,

fyrir elli í skrokknum kenni.

Leiðir ömmu ljúfur sveinn

létt svo ferðin reynist henni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31