Tenglar

30. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Við þökkum fyrir okkur

Einar Kristinn, Haraldur og Eyrún Ingibjörg, sem skipuðu efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins.
Einar Kristinn, Haraldur og Eyrún Ingibjörg, sem skipuðu efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins.

Nú við lok kosninga er okkur efst í huga þakklæti til þeirra sem treystu okkur til þess að starfa í sína þágu - að heill samfélagsins og ekki síst að hagsmunamálum Norðvesturkjördæmis. Við heitum því að vinna að þeim málum sem mest við megum á komandi árum. Í því sambandi viljum við starfa með öllum þeim sem að þessu verkefni vilja vinna.

 

Þannig hefst þakkarávarp frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi, sem sent var vef Reykhólahrepps til birtingar. Síðan segir:

 

Markmið okkar sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi var að ná þremur mönnum á þing og tryggja kjör Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur. Við náðum því markmiði ekki. Það var mjög miður. Ekki bara fyrir okkur. Heldur einnig vegna þess að við vitum að hún hefði orðið nýtur og öflugur þingmaður, sem mjög hefði munað um. Mjög litlu munaði hins vegar að þetta markmið hefði náðst.

 

Gríðarlegur fjöldi fólks kom að kosningaundirbúningnum. Fólk alls staðar að úr kjördæminu, sem var tilbúið til þess að leggja á sig mikið starf, tók sér frí frá vinnu, vann í frítímum sínum og var ætíð reiðubúið til þess að leggja baráttu okkar lið.

 

Þó svo að markmið okkar hafi ekki náðst að þessu sinni, þá getum við samt sem áður verið sátt við að árangur flokksins í okkar kjördæmi var mjög vel viðunandi í samanburði við önnur kjördæmi. Við fengum skýrt og traust umboð fólksins í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi er sem fyrr sterkt pólitískt afl og mun nýta það til heilla fyrir íbúana.

 

Meginniðurstaða kosninganna var að ríkisstjórnin féll og ríkisstjórnarflokkarnir guldu afhroð. Hin raunverulega stjórnarandstaða fékk hins vegar skýrt umboð. Sjálfstæðisflokkurinn er að nýju orðinn stærsta stjórnmálaaflið. Það er mikið fagnaðarefni og ákall um breytingar.

 

Nú að loknum þingkosningum viljum við frambjóðendur flokksins í Norðvesturkjördæmi þakka öllum þeim sem liðsinntu okkur, lögðu hönd á plóg og unnu að framgangi flokksins fyrir þeirra ómetanlega starf. Án þeirra hefðum við ekki náð þeim árangri sem við náðum.

 

- Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30