Tenglar

9. júní 2011 |

Viðhald á fasteignum ríkisins um allt land boðið út

Nú er komið tækifæri fyrir verktaka að komast í rammasamning ríkisins um viðhaldsþjónustu fasteigna. Nýtt rammasamningsútboð á þjónustu verktaka í iðnaði nær til viðhaldsverkefna á fasteignum ríkisins um allt land. Þetta tekur til fjölda iðngreina og þjónustuaðila í iðngreinum, svo sem blikksmiða og annarra málmiðnaðarmanna, málara, múrara, pípulagningamanna, rafiðnaðarmanna og trésmiða.

 

Sú breyting hefur verið gerð frá síðasta útboði, að nú er boðið út á landsvísu í stað eingöngu á höfuðborgarsvæðinu áður. Auk þess hefur þjónustu dúkara og skrúðgarðyrkjumanna verið bætt við þannig að samningurinn ætti að geta þjónað þörfum ríkisins um viðhald jafnt á fasteignum sem lóðum.

 

Viðhaldsverk í iðnaði, þ.e. þjónusta iðnaðarmanna á fasteignum ríkisins, eru boðin út með það að leiðarljósi að auka úrval á þjónustu fyrir ríkið og gefa nýjum aðilum kost á að bjóða fram þjónustu sína, öllum til hagsbóta.

 

Ríkiskaup hafa nú þegar kynnt útboðið fyrir fjölmörgum iðn- og meistarafélögum. Áhugasamir bjóðendur geta haft samband við Ríkiskaup og fengið leiðbeiningar í tilboðsgerð, sem auðveldar þátttakendum að gera sín tilboð sem best úr garði.

 

Mikilvægt er að verktakar kynni sér útboðið, tímafresti og útboðsgögn vel og vandi tilboðsgerðina, þar sem ógilt tilboð eða það að bjóða alls ekki þýðir að viðkomandi verði ekki með í þessum samningi, sem gerður er til tveggja ára. Ekki er síður mikilvægt að stofnanir og sveitarfélög í rammasamningum kynni útboðið og mikilvægi þess fyrir núverandi þjónustuaðilum og hvetji þá til þátttöku.

 

Útboðið er auglýst á vef Ríkiskaupa og þar geta bjóðendur sótt útboðslýsingu og nálgast allar upplýsingar um útboðið á útboðstíma. Verkefnastjóri útboðsins hjá Ríkiskaupum er Hjalti Jón Pálsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31