3. apríl 2016 |
Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands
Ár hvert veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum, sem öllum er heimilt að senda inn.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til 13. apríl og skulu þær sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík, eða í netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is.
Birt skv. ábendingu Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur í Mýrartungu II í Reykhólasveit, sem situr í stjórn Öldrunarráðs fyrir hönd Landssambands eldri borgara. Á síðasta ári lét hún af formennsku í sambandinu eftir að hafa gegnt henni í fjögur ár, en það er hámarkstíminn sem fólk getur setið samfellt í stjórn þess.