Tenglar

1. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Viðurkenning á hrósdeginum

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag, 1. mars. Í Reykhólahreppi gekk Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað á undan með góðu fordæmi þegar hann færði einum sveitunga sínum gjöf í viðurkenningarskyni fyrir unnin störf. Hér er um að ræða smíðisgripi Eiríks sjálfs, þrjá hluti í öskju (penna, pappírshníf og lyklahring með tannstönglageymslu), en viðurinn í þeim er hlynur.

 

Askjan með gripunum er á meðfylgjandi mynd en á innfelldu myndinni er Eiríkur sjálfur.

 

Hrósdagurinn er á föstudaginn

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, fstudagur 01 mars kl: 10:39

Þetta er almennilegt!

Bergsveinn G Reynisson, fstudagur 01 mars kl: 12:10

Hlynur er kjörviður, það er engin vafi á því.

Guðjón D. Gunnarsson, fstudagur 01 mars kl: 14:18

Gott hjá Eiríki, eins og vænta mátti. Hver fékk hrósið?

Vefstjóri, fstudagur 01 mars kl: 18:03

Vegna spurningar Guðjóns hér fyrir ofan: Viðtakandinn var mjög þakklátur fyrir gjöf Eiríks og hlýjuna að baki henni en vildi ekki að nafns hans yrði getið.

Einar Sveinn Ólafsson, fstudagur 01 mars kl: 18:23

Frábært framtak hjá Eiríki. Og á viðtakandinn á HRÓSIÐ skilið, hann heldur mekir Reykhóla á lofti. Einstakur samfélagsvefur sem við eigum.
Til hamingju Hlynur.

Guðmundur Hauksson, fstudagur 01 mars kl: 22:11

Verðskuldað hrós án nokkurs vafa.

Jóna valgerður Kristjánsdóttir, laugardagur 02 mars kl: 20:03

Flott hjá Eiríki að vekja athygli á því hve góðan vef við höfum í Reykhólaasveit. Hlynur er sá besti í þessu.

Rebekka, sunnudagur 03 mars kl: 00:01

Vefstjórinn stendur sig með eindæmum vel. Á svo sannarlega hrós skilið.

Harpa Eiríksdóttir, mnudagur 04 mars kl: 11:22

ómetanlegt starf sem hér er unnið, hrósið áttu sannarlega skilið Hlynur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30