Viðurkenning á hrósdeginum
Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag, 1. mars. Í Reykhólahreppi gekk Eiríkur Snæbjörnsson bóndi á Stað á undan með góðu fordæmi þegar hann færði einum sveitunga sínum gjöf í viðurkenningarskyni fyrir unnin störf. Hér er um að ræða smíðisgripi Eiríks sjálfs, þrjá hluti í öskju (penna, pappírshníf og lyklahring með tannstönglageymslu), en viðurinn í þeim er hlynur.
Askjan með gripunum er á meðfylgjandi mynd en á innfelldu myndinni er Eiríkur sjálfur.
► Hrósdagurinn er á föstudaginn
Þrymur Sveinsson, fstudagur 01 mars kl: 10:39
Þetta er almennilegt!