Vigdís Finnbogadóttir ávarpar gesti í Ólafsdal
Dagskrá hinnar árlegu hátíðar á skólasetrinu gamla og merka Ólafsdal við Gilsfjörð hefst með „undanfara hátíðar“ kl. 11 fyrir hádegi á sunnudag. Þá verður farin fræðsluganga um Ólafsdalsjörðina undir leiðsögn Guðmundar Rögnvaldssonar frá Ólafsdal. Sjálf dagskráin hefst hins vegar kl. 13 og stendur fram eftir degi og verður þar að venju sitthvað fyrir unga sem eldri. Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands er meðal þeirra sem flytja ávörp í upphafi, KK spilar og syngur, til sölu verður handverk og góðmeti úr héraði, Leikhópurinn Lotta sýnir leikritið um Mjallhvíti og dvergana sjö og margt fleira verður við að vera til dægrastyttingar.
Minnt skal á kaffihlaðborðið á Skriðulandi í Saurbæ kl. 13-21 á Ólafsdalshátíðardaginn.
Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2011 er að finna hér og í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri.