Tenglar

28. júní 2015 |

Vigdís forseti gróðursetur tré í Reykhólasveit

Hvenær, hvar, hvaða fólk?
Hvenær, hvar, hvaða fólk?

Myndin sem hér fylgir birtist fyrir nokkrum dögum á Facebooksíðu Skógræktarfélags Íslands og jafnframt á síðu Ástu Þórarinsdóttur, tengdadóttur Jens heitins Guðmundssonar skólastjóra á Reykhólum. Nú skal spurt: Hvar og hvenær var þessi mynd tekin og hvert er fólkið sem er með Vigdísi forseta á myndinni?

 

Í gær voru á Reykhólum eins og um allt land gróðursettar þrjár trjáplöntur í virðingarskyni við Vigdísi Finnbogadóttur í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að hún var kjörin forseti Íslands. Skógrækt er meðal margra hugðarefna Vigdísar. Það sýndi hún víða í verki þar sem hún fór á embættistíð sinni og gróðursetti þrjú tré á hverjum stað.

 

Hér inn á vefinn má fljótlega búast við myndum sem teknar voru við gróðursetninguna á Reykhólum í gærkvöldi. Og kannski einhverjum fróðleiksmolum til viðbótar.

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, sunnudagur 28 jn kl: 14:40

Myndin var tekin þar sem stoppað var á Barmahlíð á leið Vigdísar Finnbogadóttur og föruneytishennar frá borðhaldi í Hótel Bjarkalundi sem henni var haldið til heiðurs af sýslunefnd Austur Barðastrandarsýslu áleiðis út að Reykhólum þegar Vigdís heimsótti Vestfirði síðla í júnímánuði 1983. Samkvæmt dagskrá heimsóknarinnar sem má sjá í 133 tölublaði Morgunblaðsins 15.06 1983 var ferðatilhögun Vigdísar eftirfarandi. "Á hádegi þriðjudagsins 21. júní tekur sýslumaður á móti forsetanum á sýslumörkum A-Barðastrandarsýslu í Gilsfjarðarbotni. Borðhald verður í Bjarkarlundi í boði sýslunefndar A-Barðastrandarsýslu. Síðdegis er fyrirhugað að heimsækja Þörungavinnsluna og síðan haldið til Flateyjar. Það var haldið kaffisamsæti í Reykhólaskóla þar sem Vigdís gekk meðal veislugesta og heilsaði hverjum og einum. Mig minnir að Vigdís hafi verið leyst út með ljóðum og gjöfum m.a frá Bjargeyju Arnórsdóttur á Hofsstöðum og Lilju Þórarinsdóttur á Grund. Konan sem stendur fjærst heitir Herdís Þorsteinsdóttir hárgreiðslukona sem var í fylgdarliði Vigdísar. Næstir koma sýslunefndarmennirnir Hafsteinn Guðmundsson í Flatey og Sveinn Guðmundsson á Miðhúsum. Fremst eru Vigdís Finnbogadóttir og ungir aðstoðarmenn við plöntunina sem ég ber ekki kennsl á. Fremstur er Jens Guðmundsson kennari á Reykhólum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31