Tenglar

5. mars 2015 |

Víkingar og Sturlungar á árshátíð Reykhólaskóla

Snorri Sturluson / Christian Krohg.
Snorri Sturluson / Christian Krohg.

Árshátíð Reykhólaskóla verður annað kvöld, föstudag, í íþróttahúsinu á Reykhólum. Víkingar og Sturlungaöld eru þema hennar að þessu sinni og verða nemendur leikskólans og grunnskólans með atriði þessu tengd. Nemendur grunnskólans hafa unnið að verkefnum tengdum Sturlungaöld og verður afraksturinn sýndur á hátíðinni.

 

Húsið verður opnað kl. 19, sýningin hefst kl. 19.30 og skemmtuninni lýkur kl. 22.30. Foreldrafélag Reykhólaskóla annast kaffiveitingar. Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn, posi á staðnum. Nemendur og starfsfólk hlakka til að sjá sem flesta.

 

Á myndinni er Snorri Sturluson eins og norski listamaðurinn Christian Krohg sá hann fyrir sér. Teikningin (sem hér er nokkuð klippt) er í norskri útgáfu Heimskringlu frá 1899. Einhverjir töldu að listmálarinn hefði þarna notað sjálfan sig sem fyrirmynd.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31