Tenglar

8. ágúst 2015 |

Vikulöng kvikmyndahátíð á Hólmavík

Af vefnum turtle.is.
Af vefnum turtle.is.

Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur, segir á vef Strandabyggðar. Turtle-hátíðin á Hólmavík, sem hefst núna á mánudaginn, er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum.

 

Bióferð er þó ekki bara myndin; í kvikmyndahúsi ríkir stemmning sem skapast af samstilltum geðsveiflum og samkomuanda. Turtle-hátíðin verður haldin í óvenjulegu húsnæði út um allan bæ og einstakt andrúmsloft skapað í hlöðu, bókasafni, iðnaðarhúsnæði og borðstofu í heimahúsi.

 

Myndirnar eru af ýmsu tagi, ýmist með íslensku eða ensku tali eða með texta. Sýningar verða fyrir stóra hópa og smáa, allt niður í tvo áhorfendur í samræmi við verkin og stemninguna. Hátíðin stendur alla daga alla næstu viku. Dagskráin er birt jafnóðum á http://turtle.is/.

 

Athugasemdir

Maria, mivikudagur 12 gst kl: 10:19

Skoðið endilega kynninguna
þarna er til dæmis kvikmynd frá Hollandi sem gerist eingöngu á táknmáli. H'un hefur EKKERT tal! Rómeo og Julía í nútímanum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31