Tenglar

1. nóvember 2013 | vefstjori@reykholar.is

Vil skilja við eins og ég vil koma að

Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri.
Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri.

Einar Sveinn Ólafsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, tók í dag, þann 1. nóvember, við starfi framkvæmdastjóra Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal. „Ég kom hingað um miðnætti frá Reykhólum þar sem ég var að reyna að klára þau verkefni sem ég hafði þar, enda vil ég skilja við eins og ég vil koma að. Hér mætti ég svo í morgun, blautur bak við eyrun, en starfsfólkið hér er skilningsríkt með það sem betur fer,“ segir Einar Sveinn í samtali við vestfirska fréttavefinn bb.is í dag.

 

„Það er allt á fullu að sjálfsögðu og ég er mjög spenntur yfir því að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu, alveg eins og ég var svo heppinn að fá að gera á Reykhólum, en á báðum stöðum er verið að sækja auðlindir í sjóinn sem ekki hafa verið nýttar áður,“ segir Einar Sveinn.

 

Meira hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30