Tenglar

31. maí 2014 |

Vilberg á Hríshóli með langflest atkvæði

Vilberg með dótturina sína litlu.
Vilberg með dótturina sína litlu.

Vilberg Þráinsson á Hríshóli hlaut langflest atkvæði í kosningunum til sveitarstjórnar í Reykhólahreppi í dag. Næstur varð Karl Kristjánsson á Kambi en Sandra Rún Björnsdóttir á Reykhólum varð í þriðja sæti. Alls fengu 77 manns atkvæði í sæti aðalmanna í sveitarstjórn. Dreifing atkvæða var langtum meiri en við síðustu kosningar. Kjörsókn var 64,4% eða lítið eitt meiri en síðast. Niðurstöðurnar í heild urðu þessar:

 

Aðalmenn:

  • Vilberg Þráinsson, 93 atkvæði
  • Karl Kristjánsson, 63 atkvæði
  • Sandra Rún Björnsdóttir, 41 atkvæði
  • Áslaug B. Guttormsdóttir, 36 atkvæði
  • Ágúst Már Gröndal, 32 atkvæði

Varamenn:

  1. Jóhanna Ösp Einarsdóttir (39 atkv. í 1. sæti)
  2. Eggert Ólafsson (46 atkv. í 2. sæti)
  3. Rebekka Eiríksdóttir (31 atkv. í 3. sæti)
  4. Guðrún Guðmundsdóttir (35 atkv. í 4. sæti)
  5. Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir (30 atkv. í 5. sæti)

 

Á kjörskrá voru 205. Alls kusu 132 eða 64,4%. Þar af voru 6 utankjörstaðaratkvæði. Auðir seðlar voru 2, einn seðill var ógildur og engin ágreiningsatkvæði.

 

Af þeim sem atkvæði greiddu voru 60 karlar og 72 konur.

 

Sjá síðast:

http://www.reykholar.is/frettir/Nyja_hreppsnefndin_i_Reykholahreppi/

 

Eins og fram hefur komið báðust allir sveitarstjórnarmenn Reykhólahrepps undan endurkjöri og einn að auki, sem rétt hafði til þess.

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, laugardagur 31 ma kl: 23:27

Bestu hamingjuóskir.

Björk, laugardagur 31 ma kl: 23:28

Til hamingju glæsilegt. Flott fólk :-)

solla magg, laugardagur 31 ma kl: 23:38

Til hamingju, og gangi ykkur rosalega vel ..

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, laugardagur 31 ma kl: 23:39

Geggjað :)

Bergsveinn Reynisson, sunnudagur 01 jn kl: 00:30

Jæja Villi, kanntu að prjóna? Þetta gæti orðið ágætis sveitarstjorn. Til hamingju öll.

Hrefna H, sunnudagur 01 jn kl: 00:31

Flottur hópur, til hamingju með nýja hlutverkið ykkar

Eyrún Guðnadóttir, sunnudagur 01 jn kl: 00:53

Flottur hópur 2 úr innansveitar ekki er það verra
Innilega til hamingju með nýja hlutverkið ykkar

Eyvindur, sunnudagur 01 jn kl: 01:39

góð blanda og skemmtilegt framundan hjá öllum í hreppnum.

Einar Örn Thorlacius, sunnudagur 01 jn kl: 01:46

Til hamingju öll!

Bergsveinn Reynisson, sunnudagur 01 jn kl: 07:53

Já svo er líka hægt að velja oddvita eftir þvi hver er bestur eða best með prjonana. Eða er ekki Adda búin að gera barna peisurnar að hefð?

Anna Greta Ólafsdóttir, sunnudagur 01 jn kl: 08:50

Til hamingju með þetta hlutverk.

Jón Óskarsson, sunnudagur 01 jn kl: 12:09

Til hamingju með flotta kosningu og góðan hóp í hreppsnefnd.

Björg Karlsdóttirb, mnudagur 02 jn kl: 21:35

Mér líst vel á þennan hóp og vona að starfið ganga vel hjá þeim.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31