Tenglar

11. apríl 2011 |

Vilja nýsköpunarátak í ferðaþjónustu úti á landi

Úr Flatey á Breiðafirði.
Úr Flatey á Breiðafirði.
Átján þingmenn í fjórum stjórnmálaflokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um nýsköpunarátak í ferðaþjónustu úti á landi. Tilgangurinn er þríþættur: Að fjölga erlendum ferðamönnum utan háannatíma, bæta við áfangastöðum á landinu svo að álag dreifist betur, og nýta betur og efla hin fjölmörgu samgöngumannvirki og menningarmannvirki ríkis og sveitarfélaga.

 

„Ferðaþjónusta á Íslandi er í mótun. Greinin þekkir enn ekki öll sín sóknarfæri. Ljóst er þó að áhersla á vetrarferðamennsku skiptir hana sköpum. Á sama hátt og betri dreifing ferðamanna um landið er greininni lífsnauðsynleg, er dreifing þjónustunnar yfir allt árið einn þeirra meginþátta sem tryggir hana í sessi sem fullburða og arðbæra atvinnugrein“, segir í greinargerð með tillögunni.

 

Þar segir einnig: „Ferðamálastofa hefur spáð 8,3% árlegri fjölgun ferðamanna hér og er það í samræmi við vöxt greinarinnar á síðustu árum. Miðað við þessa framtíðarspá Ferðamálastofu má því gera ráð fyrir 1,2 milljónum ferðamanna til Íslands árið 2020. Því blasir við sú spurning hvort vinsælustu ferðamannasvæði á landinu anni þessum gríðarlega fjölda ferðamanna.“

 

Þingsályktunartillagan ásamt greinargerð.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30